Skrytið
Já, tónleikarnir á Gauknum gengu framar vonum. Sápukúluvélin virkaði betur í þetta skiptið, allavega sá fólk sápukúlurnar :P Það voru gaurar frá Bandaríkjunum sem voru með kameru. Þeir eru að taka upp svona ferðaþætti og eru núna að taka upp næturlíf í Reykjavík. Þeir heyrðu af því að það væru tónleikar með böndum sem spiluðu frumsamda tónlist svo þeir spurðu hvort þeir mættu taka okkur upp og nota tónlistina okkar. Hellvar kansellaði á síðustu stundu þannig að Mr Silla kom í staðinn. Þeir voru mjög hrifnir af okkur öllum :) Annars er það skrýtið að þegar maður er unglingur, þetta er eitthvað sem ég var að hugsa áðan, þá er maður alltaf eitthvað óhamingjusamur. Samt þarf maður ekki að borga skatta, ekki vinna, maður býr hjá foreldrum sínum, þarf sjaldnast að þrífa nokkuð meira en herbergið sitt, samt er maður alltaf eitthvað óhamingjusamur. En núna hef ég til dæmis 8,5 milljóna lán á herðunum (eða helminginn), þarf að vinna til að geta keypt mat og borga lán og fleira, ég get ekki treyst á að foreldrar ínir bjargi mér alltaf (þótt þau væru alveg vís til þess ef ég lenti í vandræðum), ég þarf að hugsa um heimili, kaupa inn, þrífa, ala upp kött... samt hef ég aldrei verið ánægðari svo ég muni. Þetta er skrýtið. Kannski er það tilfinningin að ráða yfir sér sjálf. Allavega, tónleikar á Paddy's á Keflavík í kveld og á 11unni annað kveld með Hannoy Jane. Frítt inn Sjáumst.
skrifað af Runa Vala
kl: 15:12
|